36. fundur 12. desember 2023 kl. 12:30 - 14:40 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
  • Lea Birna Lárusdóttir varamaður
    Aðalmaður: Sigurður Þór Þórhallsson
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Björk Benediktsdóttir embættismaður
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Skógarfoss

2312004

Umhverfisstofnun kynnir fyrirhugaða framkvæmd við Skógarfoss.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framkvæmdina og þakkar Umhverfisstofnun fyrir kynninguna.

2.Gatnagerð - Bílastæði og þjónustumiðstöð Skógafoss

2302057

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í fyrirhugaða framkvæmd og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
AK víkur af fundi

3.Brunavarnir Rangárvallarsýslu; Vilyrði fyrir lóð

2311104

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 7.desember 2023 að veita vilirði fyrir lóðinni Dufþaksbraut 6 á Hvolsvelli til Brunavarna Rangárvallasýslu og Björgunarsveitarinnar Dagrenningar. Breyta þarf lóðum ásamt gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að breyta gildandi deiliskipulagi.
LB víkur af fundi.

4.Ósk um skilti; Midgard ehf

2001027

Midgard Adcenture ehf. óskar eftir heimild til að setja niður skilti með lýsingu við Þjóðveg 1, n.t.t. við gatnamót við Dufþaksbraut.
Óskað var eftir umsögn Vegagerðarinnar með vísan í umferðarlög nr. 77/2019 engin viðbrögð bárust frá Vegagðerinni. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við uppsetningu skiltis með mildri lýsingu. Nefndin leggur til að heimildin gildi til fimm ára og aðstæður endurmetnar að þeim tíma liðnum.

5.Landskipti - Eyjafjallajökull, þjóðlenda

2312003

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Eyjafjallajökill skv. umsókn dags. 15.nóvember 2023 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 14.nóvember 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun þjóðlendunnar og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.

6.Breytt skráning landeignar - Ormsvöllur 21-23

2311099

South Coast ehf. óskar eftir stækkun á lóðinni Ormsvöllur 21-23.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggðarþróunnarfulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa að boða eigendur South Coast ehf. á fund um framtíðaráform.

7.Aðalskipulagsbreyting - Butra

2308046

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 25 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) sem skógræktarsvæði.

8.Aðalskipulag - Hólmalækur

2311157

Verið er að breyta 32,3 ha. landbúnaðarlandi (L1) í verslunar- og þjónustusvæði (ÞV).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send tilumsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Aðalskipulagsbreyting - Eystra-Seljaland

2308020

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðinni Eystra-Seljaland, L163760 þar sem 26 ha. verður breytt úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send tilumsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Aðalskipulags breyting - Rauðuskriður L164057

2305076

Hallshólmi ehf. óskar eftir heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Rauðuskriður L164057 samhliða deiliskipulagsgerð. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að minnka frístundabyggðina F21 úr 2,9 ha. í 1,8 ha. Rauðuskriður er skv. gildandi aðalskipulagi sem L1 úrvals landbúnaðarland.
Lýsingin var auglýst frá 30.ágúst með athugasemdarfrest til 20.september 2023. Skipulagið var einnig kynnt með opnu húsi þann 4. september sl. á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsagnir bárust frá lögbundum aðilum, Minjastofnun bendir á fornleifaskráning liggur ekki fyrir, Heilbrigðiseftirlit suðurlands bendir á að tryggja þurfi að nægilegt neysluvatns sé á svæðinu og Skipulagsstofnun bendir á að gera þurfi grein fyrir uppbyggingu á svæðinu með hliðsjón til sambærilegarar uppbyggingar í grenndinni. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Aðalskipulags breyting - Strengur milli Rimakots og Vestmannaeyja

2306050

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að heimila að leggja tvo jarðstrengi að Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjarlínu 4 og Vestmananeyjarlínu 5. Megin markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að koma upp fullnægjandi tvítengingu Vestmannaeyja við flutningskerfi raforku á Suðurlandi.
Lýsingin var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 1.nóvember 2023. Skipulagið var einnig kynnt með opnu húsi þann 27.október 2023 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsagnir bárust frá lögbundum aðilum, Minjastofnun bendir á vísbendingar um fornminjar á svæðinu og það skrá þurfi fornleifar í kringum endanlega staðsetningu á strengnum, Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á áhrif fugla og gróðurlendi, Umhverfisstofnun óskar eftir ítarlegri upplýsingum, m.a. umfang framkvæmdarinnar, tilgangi og álit Skipulagsstofnunnar um mat á umhverfisáhrif. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með fyrirvara um uppfærða legu jarðstrengja og send til Skipulagsstofnunar samræmi við 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Aðalskipulag - Bergþórugerði

2311144

Verið er að breyta fjölda íbúða úr 40 í 90 í heilda við Bergþórugerði á Hvolsvelli (ÍB9). Skipulagssvæðið er óbreytt.
Skipulags- og umhverfisnefd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaaraðila ásamt þ´vi að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Deiliskipulag - Fornhagi

2311064

Óskað er eftir heimild til deiliskipulagsgerðar að Fornhaga, L189779. Tillagan heimilar að hámarksbyggingarmagn fyrir íbúðarhús verði 750 m² ásamt 1.500 m² mannvirki fyrir landbúnaðarbyggingar á hverri lóð sem veður um 2 ha.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð væri heimiluð ásamt breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna samþykkt um íbúðarbyggð í dreifbýli sem tekur m.a. á grenndarstöðvum, snjómokstri ásamt annarri þjónustu.

14.Deiliskipulag - Miðey spilda 1

2310013

Deiliskipulagstillagan að Miðey, spilda 1, L222933 gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum. Annarsvegar verður heimilt að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús, 50 m2 gestahús og 200 m2 bílskúr á einum byggingarreitnum. Hinsvegar verður heimilt að byggja sjö 80 m2 gestahús á hinum tveimur byggingareitunum.
Tillagan var auglýst frá 18.október með athugasemdarfrest til 29.nóvember 2023. Athugasemd barst frá Vegagerðinni um að að sýna þurfi málsetningu tengivega og veghelgunarsvæði. Heilbrigðisteftirlit Suðurlands bendir á misræmi í texta sem hefur verið brugðist við. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Suðurlandsvegur í gegnum Hvolsvöll; Frumhönnun

2307032

Frumhönnunargögn Suðurlandsvegar í gegnum Hvolsvöll fór í gegnum öryggismat og brugðist hefur verið við þeim athugasemdum. Frumhönnun á breytingu Þjóðvegar 1 í gegnum Hvolsvöll er því lokið.

16.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1907006

Óskað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar vegna svæðisskipulags Suðurhálendis.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir meðfylgjandi drög og að umsögnin verði send í Skipulagsgáttina.
BÓ víkur af fundi.

17.Samráðsfundur með Vegagerð; 21. nóv. 2023

2311128

18.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101

2310009F

19.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102

2310015F

20.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103

2311011F

  • 20.1 2306087 Landskipti - Giljur
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við ytri mörk landeignarinnar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Afgreiðslu málsins er hafnað þar sem að rekstur í frístundarbyggð er öllu jafna ekki heimilað.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
    - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
    - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Heilbrigðiseftirlit suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um veitingarleyfi að Skarðshlíð.

Fundi slitið - kl. 14:40.