Margrét Jóna Ísólfsdóttir fer yfir rekstraryfirlit frá janúar 2021. Rekstur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. er í góðu jafnvægi.
2.Brunavarnir Rangárvallasýslu; Uppgjör nýbyggingar á Hellu
2105031
Margrét Jóna Ísólfsdóttir fer yfir endanlega stöðu kostnaðar vegna nýbyggingar slökkvistöðvar á Hellu. Heildarkostnaður stendur í 108.750.000 kr. Stjórn lýsir yfir ánægju með framkvæmdina og að hún hafi staðist allar áætlanir.
3.Eldvarnareftirlit 2020; Rangárþing eystra
2011058
Farið yfir áfallinn kostnað vegna eldvarnareftirlits sem Rangárþing eystra hefur sinnt. Tillaga er um að uppgjör fari fram fyrir áramót, fyrir árin 2017, 2018, 2019, 2020 og 2021. Áætlaður kostnaður fyrir hvert ár, er um 800.000 kr. Samþykkt samhljóða.
4.Brunavarnir Rangárvallasýslu; Drög að ársreikningi 2020
2105033
Ársreikningur fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. er enn í vinnslu og verður lagður til samþykktar fyrir stjórn á næsta fundi sem jafnframt verður ársfundur. Formanni falið að leyta tilboða í endurskoðun ársreiknings og leggja fram til kynningar á næsta fundi.
5.Brunavarnir Rangárvallasýslu; Brunavarnaráætlun
2105034
Leifur Bjarki slökkviliðsstjóri fer yfir stöðu á vinnu við gerð brunavarnaráætlunar fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. Vinnunni miðar vel og stefnt er að því að hún verði lögð fyrir stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. og hlutaðeigandi sveitarstjórnir til kynningar í júní 2021. Áætlað er að áætlunin taki gildi í janúar 2022.