309. fundur 12. janúar 2023 kl. 12:00 - 13:24 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon dddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, mál nr. 2 2301021 Leikskólinn Örk; beiðni um færslu á starfsdegi. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason og oddviti Tómas Birgir Magnússon, Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem sér um útsendinguna og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 12. janúar 2023

2301029

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Lagt fram til kynningar.

2.Leikskólinn Örk; beiðni um færslu á starfsdegi

2301021

Á skóladagatali Arkarinnar er skráður starfsdagur 13. febrúar 2023. Leikskólastjóri óskar eftir að færa daginn til 15. febrúar en þá er einnig starfsdagur í Hvolsskóla svo breytingin hefur ekki áhrif á sameiningu starfsdaga.
Beiðni leikskólastjóra var tekin fyrir á 5. fundi fjölskyldunefndar og var beiðnin samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum beytingu á starfsdegi leikskólans Arkar.

3.Úthlutunarreglur lóða 2022

2209071

Unnið hefur verið að nýjum úthlutunarreglum lóða í Rangárþingi eystra. Byggðarráð fjallaði um reglurnar á 223. fundi og samþykkti eftirfarandi bókun:
Byggðarráð fer yfir drög að breyttum úthlutunarreglum lóða í Rangárþingi eystra. Sveitarstjóra falið að leggja fyrir sveitarstjórn tillögu að breyttum reglum í samræmi við umræður á fundi.
Reglurnar eru nú lagðar fram til umræðu og samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi eystra.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Gatnagerð - Leikskólagata-Vallarbraut 7

2207039

Auglýst var eftir tilboðum í verkið "Gatnagerð-Leikskólagata" í byrjun desember. Sex tilboð bárust og þann 22. desember voru tilboðin opnuð á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 að viðstöddum þeim bjóðendum sem það kusu.

Niðurstaða tilboða er eftirfarandi:

Gröfuþjónustan ehf
76.066.080 kr
Spesían ehf
77.518.908 kr
Aðalleið ehf
77.714.540 kr
Þjótandi ehf
78.487.660 kr
Stórverk ehf
79.998.280 kr
VBF Mjölnir ehf
83.906.270 kr

Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 74.694.550 kr.
Yfirferð verðtilboða og yfirferð á hæfisskilyrðum útboðs- og samningsskilmála var unnin af Verkfræðistofunni Eflu, f.h. Rangárþins eystra. Er yfirferðinni lokið og ekki er gerð athugasemd við hæfisskilyrði útboðs- og samningsskilmála. Sveitastjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda Gröfuþjónustuna ehf.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Samþykktir almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

2212088

Lagðar fram til umræðu og samþykktar samþykktir almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum samþykktir almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

6.Samningur um sameiginlegan starfsmann í almannavörnum

2212087

Tillaga er um að framlengja samkomulag sem upphaflega var gert óformlega í ágúst
2015 um sameiginlegan starfsmann í almannavörnum. Samkomulagið felur í sér að lögreglustjóri ráði verkefnastjóra almannavarna til starfa. Samkomulag þetta er gert á grundvelli laga um almannavarnir nr. 82/2008. Lagður fram til umræðu og staðfestingar samningur um sameiginlegan starfsmann í almannavörnum.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum samning um sameiginlegan starfsmann í almannavörnum.

7.Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti 2023

2301026

Lagðar fram til umræðu og samþykktar reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Rangárþingi eystra.

8.Íþróttafélög í Rangárvallasýslu

2212026

Á 54. fundi Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar var fjallað um styrki, nýtingu fjármagns, mannauðs, iðkendur og fleira í íþróttafélögum í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum:
Til þess að efla megi og styrkja íþróttalíf enn frekar í Rangárvallasýslu leggur heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd Rangárþings eystra til að íþrótta-, knattspyrnu - og ungmennafélög í Rangárvallasýslu verði hvött til að taka samtal. Með því móti og samræmdu skipulagi væri hægt að nýta fjármuni, búnað og mannauð mun betur en nú er gert og gera gott starf enn betra og öflugra.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að boða sveitarfélög og íþróttafélög í Rangarvallasýslu til fundar til að ræða hugsanlega kosti og galla við mögulega sameiningu íþróttafélaga.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fullrúa D og N lista AKH, ÁHS, SKV og TBM, á móti þrír fulltrúar B-lista RB, BO og GHÓ.

Bókun B lista:
Fulltrúar B-lista eru ekki á móti samvinnu eða sameingingu íþróttafélaga. Hinsvegar teljum við, það ekki hlutverk sveitarstjórnar að hafa frumkvæði að samtali um samvinnu eða sameingar frjálsra félagasamtaka í sveitarfélaginu eða sýslunni.
Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og Guri Hilstad Ólason.

9.Samstarf um kynningu sögusviðs Njáls sögu

2212084

Lagt fram erindi Kristborgar Þórisdóttur þar sem leitað er eftir samstarfi og stuðningi við verkefni sem snýr að miðlun upplýsinga um fornleifar á sögusviði Njáls sögu.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Sveitarstjóra falið að óska eftir nánari tillögum á útfærslu verkefnisins og erindinu í framhaldinu vísað til Markaðs- og menningarnefndar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd; Breytt nefndarskipan 2023

2301035

Lögð fram tillaga fulltrúa B-lista að breytingum á nefndarskipan Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fulltrúar B-lista leggja til að breytingar verði gerðar á Skipulags- og umhverfisnefnd.

Aðal fulltrúar:
Bjarki Oddsson
Guri Hilstad Ólason
Sigurður Þór Þórhallsson

Varafulltrúar:
Lea Birna Lárusdóttir
Konráð Helgi Haraldsson
Kolbrá Lóa Ágústsdóttir.

Rafn Bergsson víkur sæti úr nefndinni, og í hans stað tekur sæti Sigurður Þór Þórhallsson sem áður var 1. varamaður B-lista.
Kolbrá Lóa Ágústsdóttir tekur sæti sem 3. varamaður og færast aðrir varamenn upp um sæti við breytingarnar.

Samþykkt með sex atkvæðum AKH, ÁHS, SKV, TBM, BO og GHÓ, einn situr hjá RB.

11.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032. Á 12. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á gögnum aðalskipulagsins eftir yfirferð og athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032 ásamt skrá yfir vegi í náttúru Íslands, og leggur til við sveitarstjórn að gögnin verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulags Rangárþings eystra 2020-2032 ásamt skrá yfir vegi í náttúru Íslands og að gögn skipulagsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Deiliskipulag - Hemla 2 lóð

1804024

Deiliskipulagstillagan nær til um 1,2 ha landspildu Hemlu 2 lóðar L211860 ásamt um 3 ha spildu sunnan lóðarinnar úr landi Hemlu 2 L163948. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum. Á B1 er 45 m2 frístundahús sem heimilt er að stækka upp í allt að 80 m2. Á B2 er heimilt að byggja allt að 4 gestahús, hvert um sig allt að 20 m2. Á 111. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
Tillagan var auglýst frá 26. október með athugasemdarfresti til 7. desember. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Deiliskipulag - Rauðsbakki

2209107

Hrísey ehf. óskar eftir því að fá heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Rauðsbakki 2 L225586. Gert er ráð fyrir 1000 m2 viðbyggingu við núverandi byggingu, á allt að tveimur hæðum, ásamt allt að 100 m2 af byggingum fyrir sauna, baðhús og aðra heilsutengda þjónustu. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni verður 2400 m2 og hámarkshæð bygginga allt að 8,0m. Hæð núverandi húsa er 7,0m. Á 111. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
Tillagan var auglýst frá 26. október með athugasemdarfresti til 7. desember sl. Athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar varðandi vegtengingar ásamt umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Fyrir fundinum liggur uppfærð tillaga þar sem búið er að bregðast við athugasemd að hluta. Hins vegar leggur Skipulags- og umhverfisnefnd til að afgreiðslu erindis verði frestað þar til að skýrt liggi fyrir hvernig aðkomu að jörðinni Minni Borg í gegnum land Rauðsbakka verði háttað.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Landskipti - Djúpidalur

2212018

Benedikt Valberg óskar eftir því að skipta 27.850 m2 spildu út úr Djúpadal L164161 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 24.11.2022. Hin nýja spilda fær staðfangið Djúpidalur vegsvæði. Á 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugsemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra utan skipulagðra landbúnaðarsvæða

2206069

Á 304. fundi sveitarstjórnar var ný samþykkt um fiðurfé samþykkt. Samþykktin fór til umsagnar til Bændasamtaka Íslands. Samþykktin hefur verið lagfærð eftir athugasemdir frá Bændasamtökunum og kemur hér aftur til samþykktar.
Lögð fram til umræðu og samþykktar samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra.

16.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót Fossbúð

2301016

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Þorgeirs Guðfinnssonar fyrir tækifærisleyfi fyrir þorrablóti þann 4. febrúar 2023 í félagsheimilinu Fossbúð.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót íþróttahúsinu á Hvolsvelli

2301030

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Stefáns Friðriks Friðrikssonar fyrir tækifærisleyfi fyrir þorrablóti þann 28. janúar 2023 í íþróttahúsinu Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Byggðarráð - 223

2212007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 223. fundar byggðarráðs.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 223. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra.

19.Byggðarráð - 224

2301001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 224. fundar byggðarráðs.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 224. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra.

20.Skipulags- og umhverfisnefnd - 11

2212003F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 11. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 11. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 11 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugsemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 11 Fyrirhuguð framkvæmd var grenndarkynnt fyrir eiganda Hvamms L176574. Ekki komu fram athugasemdir við grenndarkynningu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis fyrir uppsetningu fjarskiptamasturs á lóðinni, Hvammi lóð L176754.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 11 Tillagan var auglýst frá 26. október með athugasemdarfresti til 7. desember sl. Athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar varðandi vegtengingar ásamt umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Fyrir fundinum liggur uppfærð tillaga þar sem búið er að bregðast við athugasemd að hluta. Hins vegar leggur Skipulags- og umhverfisnefnd til að afgreiðslu erindis verði frestað þar til að skýrt liggi fyrir hvernig aðkomu að jörðinni Minni Borg í gegnum land Rauðsbakka verði háttað.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 11 Tillagan var auglýst frá 26. október með athugasemdarfresti til 7. desember. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Skipulags- og umhverfisnefnd - 12

2212010F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 12. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 12. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.

22.Ungmennaráð - 28

2212004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 28. fundar Ungmennaráðs.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 28. fundar Ungmennaráðs Rangárþings eystra.
  • 22.1 2111080 Viðburðir ungmennaráðs
    Ungmennaráð - 28 Meðlimir ungmennaráðs stóðu fyrir ,,Quiz og spilakvöldi" í Hvolnum. Í kringum 40 ungmenni mættu og tóku þátt. Ungmennaráð hafði keypt spil, búið til spurningar og keypt spil. Að kvöldi loknu lagði ungmennaráð síðustu drög að ,,Ungmennaþingi" sem haldið var þremur dögum seinna.

23.Ungmennaráð - 29

2212006F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 29. fundar Ungmennaráðs.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 29. fundar ungmennaráðs Rangárþings eystra.
  • 23.1 2211003 Barna- og ungmennaþing 2022
    Ungmennaráð - 29 Niðurstöður ungmennaþings er að finna í ,,One 2211083"

24.66. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2212046

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 66. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

25.67. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2212047

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 67. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu. Lögð fram til staðfestingar fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu 2023.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu fyrir árið 2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

26.68. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2301031

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 68. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

27.Bergrisinn; Aðalfundur 15.nóvember 2022- fundargerð

2212076

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð aðalfundar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

28.Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu; Fundargerð 2

2212086

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar Almannavarnarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
Fundargerð lögð fram til kynningar.

29.Minnisblað um breytta skipan barnaverndar - staða á undirbúningi

2301020

Lagt fram til kynningar minnisblað um breytta skipan barnaverndar og staða á undirbúningi.
Lagt fram til kynningar.

30.Umdæmisráð barnaverndar

2202023

Lagður fram samningur um umdæmisráð barnaverndar.

Lagt er til að viðauki við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og Árborg um aðild Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. að umdæmisráðinu verði samþykktur sem og undirritun formanns stjórnar byggðasamlagsins á viðaukasamninginn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

31.Bjarg Íbúðafélag; Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða

2202085

Lagt fram til kynningar bréf HMS um umsókn um stofnframlag Bjargs íbúðafélags hses.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur metið umsóknina og er það niðurstaða stofnunarinnar að umsóknin sé í
samræmi við markmið laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og reglugerðar nr. 183/2020 og uppfylli þau skilyrði sem þar eru
sett fyrir úthlutun stofnframlaga ríkisins.
Lagt fram til kynningar.

32.Endurnýjað kjarasamningsumboð; Samband íslenskra sveitarfélaga

2212057

Lagt fram til kynningar, endurnýjað kjarasamningsumboð Rangárþings eystra við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:24.