2212026
Á 54. fundi Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar var fjallað um styrki, nýtingu fjármagns, mannauðs, iðkendur og fleira í íþróttafélögum í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum:
Til þess að efla megi og styrkja íþróttalíf enn frekar í Rangárvallasýslu leggur heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd Rangárþings eystra til að íþrótta-, knattspyrnu - og ungmennafélög í Rangárvallasýslu verði hvött til að taka samtal. Með því móti og samræmdu skipulagi væri hægt að nýta fjármuni, búnað og mannauð mun betur en nú er gert og gera gott starf enn betra og öflugra.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, mál nr. 2 2301021 Leikskólinn Örk; beiðni um færslu á starfsdegi. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason og oddviti Tómas Birgir Magnússon, Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem sér um útsendinguna og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð.