329. fundur 12. september 2024 kl. 12:00 - 12:40 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurmundur Páll Jónsson yfirmaður tæknideildar
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir bornar upp.

Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri, Tómas Birgir Magnússon oddviti, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og Þóra Björg Ragnarsdóttir sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson sem sér um tækni og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 12. september 2024

2409045

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: AKH, LE og TBM.
Lagt fram til kynningar.

Bókun B-lista:
Ný afstaðin kjötsúpuhátíð í Rangárþingi eystra var gríðarlega vel sótt og heppnaðist nokkuð vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hafa ekki verið okkur hliðhollir. Bæjarhátíð eins og kjötsúpuhátíðin er að mati undirritaðra mikilvæg til að halda uppi menningu og að skapa líf og gleði í sveitarfélaginu og sérstaklega er gaman að sjá hversu margir fyrrverandi íbúar og aðrir gestir sækja hátíðina. Dagskráin að þessu sinni var mjög fjölbreytt og gátu allir fundið sér eitthvað til þess að taka þátt og er augljóst að mikill undirbúningur hefur átt sér stað og hefur fjöldi starfsmanna sveitarfélagsins lagt mikið á sig svo útkoman yrði sem allra best. Þeir eiga þakkir skildar.

Auk þess viljum við fulltrúar B-lista þakka öllum íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins sem leggja sitt lóð á vogarskálarnar svo slík hátíð geti orðið jafn glæsileg og raun ber vitni en íbúar og fyrirtæki reiða fram súpu á föstudagskvöldinu og hlaupa skammarnir þar á þúsundum sem gestir njóta ? slík gestristni er aðdáunarverð og megum við vera stolt af okkar góða samfélagi.

En því fylgir mikil ábyrgð að halda stóra hátíð eins og kjötsúpuhátíðin er orðin. Passa þarf að allt fari friðsamlega fram og eftir lögum og reglum. Flestir, ef ekki allir, hafa tekið eftir umræðu í samfélgainu varðandi unglingadrykkju og ljóst er að afturför hefur átt sér stað í þeim málum á Íslandi sl. árin, þ.e.a.s. unglingadrykkja hefur aukist auk þess sem notkun níkótín og annarra vímuefna virðist líka hafa aukist meðal unglinga sem er sorgleg þróun og sýnir að aldrei má slaka á í forvörnum.

Á 319. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra í fyrra steig fulltrúi B-listans í pontu á sveitarstjórnarfundi og minnti á mikilvægi þess að fyrirbyggja áfengisneyslu ungmenna og einnig að bregðast þyrfti við á viðeigandi hátt ef vert yrði við slíkt á Kjötsúpuhátíð Rangárþings eystra. Oddviti þakkaði fyrir góða ábendingu. Fyrir Kjötsúpuhátíðin núna í haust hafði markaðs- og kynningarfulltrúi samband við alla sem ætluðu að bjóða upp á súpu og hvatti alla sem ætluðu einnig að veita áfengi að passa aldurstakmörk sem er vel. Einng skrifaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúa pístil á fb síðu sveitarfégsins þar sem hann minnti á að börn og ungmenni eiga ekki að neyta áfengis.
Það skýtur því skökku við að sjá mörg börn undir lögaldri á kjötsúpuballinu á laugardagskvöldinu og m.a.s. börn á grunnskólaaldri.

Á staðnum var bar þar sem selt var áfengi sem á alls ekki samleið við að halda ball fyrir börn undir lögaldri. Auglýst var 18 ára aldurstakmark á ballinu en ekki var að sjá að því var fylgt eftir. Slík vinnubrögð er algjörlega óviðunandi og minnum við á að Rangárþing eystra er ábyrgðaraðili hátíðarinnar allrar.

Rangárþing eystra ætti að vinna að forvörnum af heilum hug en ekki skapa aðstæður þar sem möguleikar á óæskilegri hópamyndum og unglingadrykkja geta átt sér stað. Við fulltrúar B-lista ítrekum því ábendngar okkar frá fyrra ári um að gæta þurfi að fullnægjandi gæslu og eftirliti á viðburðum sem sveitarfélagið stendur fyrir og ber ábyrgð á.

Bjarki Oddsson
Lilja Einarsdóttir
Rafn Bergsson.

2.Tillaga um að færa fastan fund Sveitarstjórnar í október 2024

2409024

Tillaga er um að fella niður fastan fund sveitarstjórnar sem halda á samkvæmt fundadagatali 10. október og setja á í staðin aukafund sveitarstjórnar fimmtudaginn 17. október.
Tillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Inngildingarverkefni SASS; Boð um þátttöku og tilnefning fulltrúa

2409047

Lagt fram bréf Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga þar sem Rangárþingi eystra er boðin þátttaka í verkefni sem ber heitið Fjölmenning og inngildingaráætlanir á Suðurlandi. Verkefnið er framhalsverkefni og var sveitarfélagið þátttakandi í því. Einnig er óskað eftir tilnefningu starfsmanns sem tengilið og þátttakenda í verkefninu fyrir hönd þess sveitarfélags.
Sveitarstjórn fagnar verkefninu og samþykkir fyrir sitt leyti þátttöku Rangárþings eystra. Sveitarstjórn tilnefnir Helgu Guðrúnu Lárusdóttur sem tengilið sveitarfélagsins í verkefninu.
Til máls tóku: AKH, BO og TBM. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Deiliskipulag - Strönd 1a

2405075

Deiliskipulagstillagan nær til 6 ha svæðis jarðarinnar Strönd 1a, L220959. Heimilt verður að byggja allt að 500 m² íbúðarhús, 150 m² starfsmannahús, 800 m² hesthús ásamt reiðhöll og 400 m² skemmu. Hámarkshæð íbúðarhúsa er allt að 5 m en landbúnaðarbygginga allt að 7 m. Einnig er gert ráð fyrir skeiðvelli á svæðinu.
Deiliskipulagstillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 21. júní til og með 9. ágúst 2024. Engar athugasemdir bárust en Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir framkvæmdaraðilum á leiðbeiningar og reglugerðir um fráveitur. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Fyrirspurnir - Loftgæðamælir á Hvolsvöll

2409006

Skipulags- og umhverfisnefnd hvetur sveitarstjórn til að skora á Umhverfisstofnun að setja upp loftgæðamæla í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í tillöguna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Til máls tóku: BO. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Tindfjallahlíð, vegagerð

2408054

Óskað er eftir framkvæmdarleyfi vegna vegagerðar fyrir u.þ.b. 1 km löngum veg sem tengist við Fljótshlíðarveg nr. 261 og er skv. deiliskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt þar sem framkvæmdin er skv. deiliskipulagi.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Barkarstaðir, efnistaka

2408055

Óskað er eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistöku í námu nr. E52. Um er að ræða efnistöku vegna vegagerðar sem er skv. deiliskipulagi. Sótt er um leyfi fyrir 10.000 m³ eða á 3.000 m² svæði. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt, framkvæmdin er innan heimilda fyrir efnistöku á E52 með vísan í aðalskipulag sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Aðalskipulag - breyttir skilmálar í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032

2405065

Um er að ræða breytingu á skilmálum aðalskipulags Rangárþings eystra um áfangaskiptingu framkvæmda. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun fyrir auglýsingu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og að aðalskipulagsbreytingin verði send til yfirferðar fyrir auglýsingu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Aðalskipulag - Steinar 1, breyting

2304022

Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta jarðarinnar Steinar 1 L163721 og lóðarinnar Hvassafell 2, samtals að stærð 107,6 ha, L219654 úr Landbúnaðarlandi (L) í verslunar- og þjónustu (VÞ).

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Deiliskipulag - Steinar 1

2304020

Deiliskipulagstillagan nær til 127,4 ha svæðis við Steina og Hvassafell. Tillögunni er skipt upp í þrennt en A-lóðir gerir ráð fyrir þegar byggðum mannvirkjum sem heimilar endurbyggingar og stækkun mannvirkja. Hámarkshæð A-lóða er frá 5-8 m en mannvirkin skulu taka mið af núverandi mannvirkjum. B-lóðir gera ráð fyrir 17 lóðum undir gistiskála. Á hverri lóð eru 3-4 skálar en hámarkshæð er allt að 7 m eða ein hæð og ris. C-lóðir gera ráð fyrir stærri mannvirkjum sem fjölorkustöð, tveimur hótelbyggingum ásamt íbúðum fyrir starfsfólk. Hámarkshæð á C-lóðum er frá 5 til 9 m en þakform er frjálst og byggingar skulu vera í náttúrulegum tónum til að draga úr ásýnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Deiliskipulag - Stekkjargrund

2408065

Deiliskipulagstillagan tekur til sjö lóða á 5.3 ha spildu. Heimilt verður að byggja allt að 400 m² íbúðarhús og bílskúr á B1, á B2-B4 verður heimilt að reisa þrjú 50 m² gestahús, á B5 verður heimilt að byggja 400 m² áhaldageymslu, á B6 verður heimilt að reisa 1.000 m² reiðskemmu og á B7 verður undir allt að 200 m² gróðurhús. Hámarkshæð húsa er 8,5 m frá jörðu. Þakgerð er frjáls en mannvirki skulu falla sem best að umhverfinu. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Landskipti - Steinmóðarbær, vegsvæði

2408073

Óskað er eftir að stofna spildu úr landi Steinmóðarbær, L163806. Hin nýja spilda fær staðfangið Steinmóðarbær, vegsvæði og verður 14.0147 m². Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt ásamt tillögu að nýju staðfangi.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir landskiptin og hið nýja staðfang.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Landskipti - Hólmatjarnir, vegsvæði

2408072

Óskað er eftir að stofna spildu úr landi Hólmatjarna, L232946. Hin nýja spilda fær staðfangið Hólmatjarnir, vegsvæði og verður 4.652 m². Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt ásamt tillögu að nýju staðfangi.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir landskiptin og hið nýja staðfang.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Byggðarráð - 258

2406007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 258. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Byggðarráð - 258 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 258 Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að uppfylltum hæfisskilyrðum umsækjanda.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 258 Byggðarráð hafnar erindi Ferðafélags Íslands.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 14.4 2401095 Deiliskipulag - Ey
    Byggðarráð - 258 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að deiliskipulagstillagan verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggðarráð staðfestir að hin nýja lóð fái staðfangið Ey 2b.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 258 Umræður um framtíðar húsnæðismál áhaldahúss Rangárþings eystra. Sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 258 Margréti Jónu Ísólfsdóttur er veitt umboð til að sækja aðalfund eignarhaldsfálags Suðurlands 2024.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 258 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 258 Byggðarráð þakkar Stefáni fyrir greinargóða kynningu og samþykkir, með þremur samhljóða atkvæðum þátttöku, sveitarfélagsins í verkefninu.
  • Byggðarráð - 258 Byggðarráð fagnar því að undirrituð hafi verið viljayfirlýsing við Sorporku ehf. um uppsetningu brennsluofns á Strönd. Sorporkustöðin kemur til með að geta brennt allt að 2500 tonnum af óendurvinnanlegum úrgangi og framleitt um 1 MW af varmaorku við brennsluna. Um er að ræða verkefni sem stuðlar að ábyrgri úrgangsstjórnun þar sem unnið er að því að hámarka verðmæti sem felast í úrgangi og lágmarka þannig samfélagslegan kostnað í Rangárvallasýslu við vinnslu og eyðingu úrgangs.
    Fundargerð 238. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu staðfest í heild sinni.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 258 Byggðarráð staðfestir fundargerð 73. fundar stjórnar Bergrisans bs.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 258 Byggðarráð staðfestir fundargerð 19. fundar markaðs- og menningarnefndar.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 258 Byggðarráð staðfestir fundargerð 48. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 14.13 2406000F Fjölskyldunefnd - 19
    Byggðarráð - 258 Byggðarráð staðfestir fundargerð 19. fundar fjölskyldunefndar.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 258 Byggðarráð staðfestir fundargerð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu árið 2024.
    Samþykkt með þremur samljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 258 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 258 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 258 Fundargðerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 258 Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Byggðarráð - 259

2407001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 259. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

16.Byggðarráð - 260

2407004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 260. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Byggðarráð - 260 Byggðarráð samþykkir að Rangárþing eystra taki upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir skólaárið 2024-2025 í samræmi við forsendur greiðslna úr ríkissjóði í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og í samræmi við sameiginlega yfirlýsingu ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars 2024.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Hallgerðartún 22 til ETH ehf.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Byggðarráð hafnar ósk um styrk, en bendir á að hægt er að sækja um styrk í menningarsjóð Rangárþings eystra þar sem úthlutun mun fara fram í haust.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 16.5 2308013 Miðbær Hvolsvallar
    Byggðarráð - 260 Byggðarráð heimilar veðsetningu lóðarinnar að hámarki 15.000.000 kr. í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Byggðarráð ítrekar að ekki verða heimiliðar frekari veðsetningar lóðarinnar þar til lóðaleigusamningur verður gerður.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar. Byggðarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna og að auglýsing um gildistöku hennar verði birt í b-deild Stjórnartíðinda skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna. Byggðarráð samþykkir að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst og send til Skipulagsstofnunar skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Byggarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar. Byggðarráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar. Byggðarráð samþykkir að aðalskipulagsbreyting verði auglýst samhliða deiliskipulagstillögu skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar. Byggðarráð samþykkir að deiliskipulagstillaga verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 260 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 260 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 260 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 260 Byggðarráð staðfestir fundargerð 83. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Byggðarráð staðfestir fundargerð 49. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • Byggðarráð - 260 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 260 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 260 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 260 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 260 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 260 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 260 Lagt fram til kynningar.

17.Byggðarráð - 261

2407007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 261. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

18.Byggðarráð - 262

2408007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 262. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

Fundi slitið - kl. 12:40.