2304020
Deiliskipulagstillagan nær til 127,4 ha svæðis við Steina og Hvassafell. Tillögunni er skipt upp í þrennt en A-lóðir gerir ráð fyrir þegar byggðum mannvirkjum sem heimilar endurbyggingar og stækkun mannvirkja. Hámarkshæð A-lóða er frá 5-8 m en mannvirkin skulu taka mið af núverandi mannvirkjum. B-lóðir gera ráð fyrir 17 lóðum undir gistiskála. Á hverri lóð eru 3-4 skálar en hámarkshæð er allt að 7 m eða ein hæð og ris. C-lóðir gera ráð fyrir stærri mannvirkjum sem fjölorkustöð, tveimur hótelbyggingum ásamt íbúðum fyrir starfsfólk. Hámarkshæð á C-lóðum er frá 5 til 9 m en þakform er frjálst og byggingar skulu vera í náttúrulegum tónum til að draga úr ásýnd.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri, Tómas Birgir Magnússon oddviti, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og Þóra Björg Ragnarsdóttir sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson sem sér um tækni og útsendingarmál.