26. fundur 10. október 2022 kl. 17:30 - 19:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Ólafsson formaður
  • Sigurþór Árni Helgason ritari
  • Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage varaformaður
  • Heimir Árni Erlendsson
  • Fannar Óli Ólafsson
  • Björk Friðriksdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Ungmennaráð kosning formanns og erindsbréf

2209057

Kjósa þarf formann, varaformann og samfélagsmiðlastjóra.
Einnig á að kynna erindisbréfið fyrir fulltrúum ungmennaráðs.

Niðurstaða fundarins var sú að Oddur Helgi er formaður, Sara Waage varaformaður, Sigurþór ritari og Heimir sér um samfélagsmiðla.
Því næst voru drög að erindsbréfi kynnt nefndarmönnum og þeim sagt frá sínu hlutverki.

2.Heimsókn starfsmanns svetiarfélagsins

2209055

Til að efla og styrkja ungmennaráð og auka skilning þeirra á opinberri stjórnsýslu munu ,,lykilaðilar" varða kallaðir á fund ungmennaráðs í vetur. Gestur að þessu sinni er Anton Kári Sveitarstjóri.
Anton Kári fór yfir sitt starf og hvatti ungmennaráðið að koma með tillögur til sveitarstjórnar. Einnig sýndi Anton Kári nefndarmönnum skrifstofur sveitarfélagsins og sagði lítillega frá hverjir væru með skrifstofur á hæðinni.

3.Ungmennaþing

2209051

Ungmennaþing er vettvangur þar sem ungt fólk kemur saman og ræðir málefni sem brenna á þeim. Þegar ungmennaráð sveitarfélaganna halda ungmennaþing er það gert til að heyra skoðanir ungmenna í sveitarfélaginu um sveitarfélagið. Dæmi um málefni sem ræddu eru á ungemnnaþingi eru skólamál, samgöngumál, geðheilbrigðismál, framboð frístunda í sveitarfélaginu ofl.

Ungmennaþing gefur börnum tækifæri á að oma sínum skoðunum á framfæri.
Ákveðið var að hafa ungmennaþingið á laugardaginn 19. nóvember.
Umræðuefni verða:

Skólamál
Skipulagsmál
Forvarnir
Félagslíf og menning

4.Ungmennaráð, hugmyndir í heilsueflandi hausti

2109087

Undanfarin ár hefur Rangárþing eystra staðið fyrir Heilsueflandi hausti. Markmið með því að að hvetja fólk til hreyfingar og heilsueflandi aðgerða.
Ákveðið var ma. að vera með spurningakeppni og spilakvöld fyrir börn og ungmenni í umsjón Ungmennaráðs í Hvolnum á degi íslenskrar tungu, miðvikudagskvöldið 16. nóvember.
Farið var yfir drög að dagskrá sem Ólafur Örn sýndi þeim og nefndarmenn bættu við hugmyndum og ræddu sín á milli.

5.Menntahvöt Ungmennaráð

2209123

Háskólafélag Suðurlands vinnur nú að verkefni fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem nefnt er Menntahvöt. Eitt af skilgreindum markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands er að hækka menntunarstig á svæðinu um 5% fyrir 2025. Menntahvatarverkefnið er skilgreint sem verkfæri til að ná því markmiði, m.a. með því að hvetja til náms, kynna námstækifæri og kynna námsinnviði á svæðinu.

Einn þáttur verkefnisins er gerð sviðsmynda um framtíð Suðurlands sem unninn er með ungmennum á Suðurlandi. Við viljum heyra hvað þau vilja sjá í náinni framtíð (nokkurs konar ósk) og ef þau geta reyna að leggja mat á hvernig þetta geti orðið að veruleika. Aðaláherslan er á nám og námsframboð en einnig viljum við heyra hvernig atvinnulíf þau vilja sjá á svæðinu og almennt í hvernig samfélagi þau vilja búa
íþrótta- og æskulýðsfulltrúa var falið að vinna úr þessu og fá til þess eða heyra í ungmennum sé þess kostur.
Eftir samtal við forsvarsmenn Menntahvatar er mögulegt að skila þesss svörum/niðurstöðum seinna.

Fundi slitið - kl. 19:00.