- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
17. júní dagskráin er fjölbreytt í sveitarfélaginu og má finna hátíðarhöld á fjórum stöðum.
Á Heimalandi verður skemmtileg dagskrá með hefðbundnu sniði og hefst hún kl. 14:00. Í boði verður m.a. útileikir, bögglauppboð og kaffisala. Allur ágóði að samkomunni rennur óskiptur til fjölskyldu Jóns Þórs Aronssonar sem er ættaður frá Núpakoti en hann berst við alvarlegan sjúkdóm.
Í Njálsbúð hefst dagskrá kl. 13:00 og þar verður m.a. víðavangshlaup, reiptog og annað sprell. Kvenfélagið Bergþóra sér svo um kaffihlaðborð (enginn posi á staðnum)
Á Goðalandi hefst dagskráin kl. 15:00 og verður dagskráin með hefðbundunum hætti líkt og síðari ár. Kvenfélagið Hallgerður verður með kaffihlaðborð (enginn posi á staðnum)
Á Hvolsvelli verður dagskráin fjölbreytt og hefst dagurinn með morgunverði í Hvolnum, skrúðganga verður frá Kirkjuhvoli og hátíðardagskrá á túninu við Hvolinn. Dagurinn endar svo á bíó og tónleikum með Global.