- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nemendur í 2. bekk Hvolsskóla komu við í Ráðhúsinu í dag en þau höfðu pantað fund með Ísólfi Gylfa, sveitarstjóra. Krakkarnir höfðu verið í heimsókn á gámasvæðinu á Hvolsvelli og vildu spyrja sveitarstjórann ýmsar spurningar út í sorp, endurvinnslu og framtíðina. Með krökkunum í för voru Erla Berglind Sigurðardóttir, umsjónakennari 2. bekkjar og Guðrún Ingadóttir, stuðningsfulltrúinn þeirra.