- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í síðustu viku náðist að klára fyrstu 3 metrana í Njálureflinum sem verið er að sauma í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Fyrsta saumsporið var tekið í byrjun febrúar og því hafa þessir 3 metrar klárast á 5 mánuðum. Þær Christina Bengtson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjórar Njálurefilsins, eru himinlifandi með hversu vel verkefnið hefur farið af stað. Bæði heimafólk og ferðamenn koma við til að sauma, konur og karlar á öllum aldri. Fólk er eindregið hvatt til að renna við í Sögusetrinu og taka nokkur saumspor í refilinn.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Gunnhildi og Christinu standa við refilinn þar sem fyrsta saumsporið var tekið og nokkrar fullkláraðar myndir