- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þann 2. febrúar sl. varð Njálurefillinn 4 ára. Fyrsta saumsporið var tekið þann 2. febrúar 2013 og þá var markmiðið að sauma refilinn á 10 árum. Nú þegar hefur verið klárað alveg að sauma 60 metra af þeim 90 sem refillinn er og sennilega mun klárast að sauma Njálurefilinn á sex árum.
Fastasaumarar héldu lítið afmælisboð í tilefni dagsins og má sjá hér nokkrar myndir frá kvöldinu.
Hægt er að fylgjast með framgöngu refilsins á heimasíðunni www.njalurefill.is og á facebook.