- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í gær voru afhentir tveir peningastyrkir úr Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands við hátíðlega athöfn á Selfossi. Þær Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Sæmundsdóttir fengu annan styrkin fyrir lokaverkefni sitt í meistaranámi í íþrótta- og heilsufræði. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti þeim styrkinn.
Lokaverkefnið kalla þær: Fjölþætt heilsurækt í Rangárþingi eystra; Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 60+ og snýr að því að bæta afkastagetu hinna eldri, auka þol þeirra og styrk og efla hreyfifærni með markvissri þjálfun.
Þær Aníta og Ingibjörg munu þjálfa þátttakendur í 12 vikur þar sem farið verður í gegnum fjölþætta þjálfun, næringarráðgjöf og fræðslu.
Hér má nálgast bækling um verkefnið.
Kynningarfundur verður í Hvolnum, Hvolsvelli kl. 20:00, mánudaginn 16. janúar og er opinn öllum en íbúar fæddir 1957 og fyrr eru sérstaklega hvattir til að mæta.