- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Álar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss/bílskúrs allt að 200m², gestahúss allt að 70m², útihúss/skemmu allt að 300m² og útihús/geymslu allt að 70m². Aðkoma er um núverandi aðkomuveg að jörðinni.
Uppsalir – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til 3 ha. lóðar sem skipt verður úr jörðinni. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss / bílskúrs allt að 250m², gesthúss allt að 50m² og skemmu allt að 250m². Aðkoma verður um núverandi aðkomuveg að Uppsölum.
Kirkjuhvolsreitur – Deiliskipulag
Rangárþing eystra leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Kirkjuhvolsreitinn á Hvolsvelli. Í gildi er deiliskipulag frá 2007 sem gerð var breyting á árið 2013. Lagt er til að með gildistöku nýs deiliskipulags muni núgildandi deiliskipulag með síðari breytingum falla úr gildi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir allt að 3000m² viðbyggingu við dvalarheimilið Kirkjuhvol. Byggingin getur verið tvær hæðir og kjallari. Byggingarreitir sem merktir voru S1 á gildandi skipulagi falla út. Einnig eru gerðar breytingar á bílastæðum og göngustígum.
Þorvaldseyri – Deiliskipulag
Tillagan tekur til um 3 ha. svæðis úr jörðinni Þorvaldseyri. Tillagan tekur til byggingarreita fyrir gestahús og aðkomu að þeim. Tillagna gerir ráð fyrir að innan byggingarreits verði heimilt að byggja 3 gestahús sem hvert um sig geta verið allt að 50m². Aðkoma er um núverandi aðkomuvega að gestastofu og um núverandi vegslóða að rústum útihúss á svo kölluðum Hæðum.
Skarðshlíð II – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,7 svæðis úr landi Skarðshlíðar II, Rangárþingi eystra. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss og lagfæringar á verslunarhúsi ásamt stækkun / nýbyggingum til ferðaþjónustu.
Rauðafell I – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,2 ha íbúðarlóðar og aðkomu að henni. Á lóðinni er gert ráð fyrir allt að 120m² íbúðarhúsi og 50m² bílskúr.
Syðri-Kvíhólmi – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 1,2 ha lóðar úr landi Syðri-Kvíhólma. Tillagan gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum innan lóðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu frístundahúss, tveggja gestahúsa og skemmu.
Ormsvöllur / Dufþaksbraut og hluti Hlíðarvegar – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreyting fyrir Ormsvöll, Dufþaksbraut og hluta Hlíðarvegar á Hvolsvelli. Breytingin tekur aðallega til breytingar á landnotkun og breytinga á lóðastærðum og byggingarreitum.
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi lýsing á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Rauðsbakki - Deiliskipulagslýsing
Lýsing deiliskipulagsverkefnis tekur til um 6-7 ha svæðis innan jarðarinnar Rauðsbakka sem ætlað er til uppbyggingar hótels / gististaðar.
Ofangreindar skipulagstillögur og lýsingu deiliskipulags, er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 20. nóvember 2015.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 4. janúar 2016.
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Ábendingum varðandi lýsingu deiliskipulags fyrir Rauðsbakka má koma til skipulagsfulltrúa á netfangið bygg@hvolsvollur.is fyrir 4. desember 2015.
F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi