Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Drangshlíðardalur – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
Deiliskipulagið tekur til um 3 ha. lands úr jörðinni Drangshlíðardalur og íbúðarhúsalóðarinnar Drangshlíðardalur 2. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar lóðir, byggingarreitir, heimarafstöð með inntaksstíflu og vatnspípu, ásamt nýjum vegslóða.
Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til nánari skilgreininga á tjaldsvæði þar sem eru langtíma stæði fyrir hjólhýsi. Einnig gerir breytingin ráð fyrir að frístundahúsalóðunum Réttarmói 1 og 3 verði breytt í íbúðarhúsalóðir.
Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli,
frá 18. febrúar 2015. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum
til og með 1. apríl 2015. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa.
F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi