Jón Valur Jónsson og Ingvar Sigurðsson, eigendur Vallarnauts, hafa gerst umboðsaðilar fyrir Solis traktora og landbúnaðartæki. Baldur Sigurðsson eigandi Bílvalla á Hvolsvelli mun annast sölu, þjónustu og viðgerðir á þessum indversku dráttar- og landbúnaðarvörum sem eru með allra ódýrasta móti vegna einfaldleika síns en það hallar þó ekkert á gæðin. Úrval tækja sem Solis framleiðir er mikið en með fyrstu sendingunni af traktorum koma ýmis jarðvinnslutæki eins og vendiplógar, tætarar og diskakerfi. Þeir félagar, Jón Valur, Ingvar og Baldur héldu til Indlands í apríl sl. til að skoða vörurnar og verksmiðjuna og á meðfylgjandi myndum má sjá Íslendingana með indverskum gestgjöfum sínum og svo Baldur að prufa Solis60. Ljóst er að það verður mikil búbót fyrir bændur og aðra þá er nota tæki sem þessi þegar Solis verður komið á íslenskan markað. Dráttarvélarnar eru til sýnis á Bílvöllum.
Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðunni www.solis.is og hjá Baldri í Bílvöllum í síma: 487 8150.