- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Í tilefni dagsins verður viðurkenningin Orðsporið veitt í fimmta sinn. Orðsporið eru hvatningarverðlaun sem veitt eru þeim sem þykja hafa skarað framúr í því að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskóla og leikskólabarna. Mun forseti Íslands afhenda viðurkenninguna á leikskólanum Hofi í Reykjavík.
Látum dag leikskólans verða okkur hvatning til að kynna okkur það mikilvæga starf sem þar fer fram.
Dagur leikskólans 2017 er viðburður á Facebook og með myllumerkið #dagurleikskolans2017.