Dagur leikskólans var haldinn í ellefta skipti þann 6. febrúar á landsvísu. Af því tilefni fóru börnin af deildum leikskólans með veggspjöld á nokkra vinnustaði hér í bæ. Veggspjöldin sýna í máli og myndum þá þætti sem áhersla er lögð á í starfi leikskólans Arkar. Veggspjöldin fá að vera á þessum stöðum í nokkurn tíma til að bæjarbúar geti kynnt sér þau og séð allt það frábæra starf sem fram fer leikskólanum Örk. Börnin fengu einnig köku í kaffitímanum í tilefni dagsins.
Grein Sólbjartar S. Gestsdóttur, leikskólastjóra leikskólans Arkar.
Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta er í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.
Leikskólinn Örk er fimm deilda leikskóli starfræktur á Hvolsvelli í þremur húsum sem heita Litli Dímon, Stóri DímonStóri og Undraland og þær eru með sameiginlegt útivistarrými. Deildirnar eru aldursskiptar og eru yngri börnin í Litla Dímon, á Draumalandi og Óskalandi, en eldri börnin eru í Stóra Dímon, á Ævintýralandi og Tónalandi og síðan á Undralandi.
Gildi leikskólans eru „ Leikur einn“ og eftir því vinnum við í öllu okkar starfi.
Í Aðalnámskrá er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastig barnsins. Það er fjölþætt starf sem unnið er í leikskólanum Örk t.d. sköpun í sinni víðustu mynd þar sem barnið fær að starfa á sínum forsendum.
Þegar við förum að rýna í barna og starfsmannahópinn má sjá að við erum mjög fjölbreyttur hópur.
Vissir þú ? :
- Að 29% barna eru tví/þrítyngd.
- Að 24% starfsmanna eru með annað móðurmál en íslensku.
- Að í leikskólanum eru starfmenn og börn af 12 þjóðernum.
- Að í dag eru 38 börn sem búa í sveitunum í kring eða 44%,
- Að 10 starfsmenn búa utan Hvolsvallar eða 28%.
Í dag eru 88 börn í leikskólanum og skiptist í:
Árgangur Fjöldi
2012 18
2013 18
2014 27
2015 13
2016 10
2017 2
Á næstu mánuðum munu svo bætast við börn fædd 2017 þannig að við verðum um 100 börn um miðjan apríl.
Í dag starfa 38 starfsmenn í mismiklu starfshlutfalli.
Leikskólakennarar 7
Leikskólakennaranemar 5
Iðjuþjálfi 1
Leiðbeinendur 19
Kokkur /matreiðslumaður 1
Aðstoðamaður í eldhúsi 2
Ræsting 2
Tölvuumsjón 1
Alls 38
Eins og sjá má er mikill mannauður í leikskólanum og starfið því skemmtilegt og fjölbreytt. Engin dagur eins þó svo dagskipulagið hangi á veggnum. Það eru allir góðir í einhverju en engin góður í öllu og þannig viljum við hafa það
Fyrir hönd starfsfólks í leikskólans Arkar
Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri