- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nýtt húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins, opnaði á Hvolsvelli sl. vetur. Eftir opnunina hafa Þröstur og krakkarnir verið að sanka að sér húsgögnum og öðru sem vantar í nýtt húsnæði. Fjölmargar gjafir hafa borist úr ýmsum áttum. Kvenfélög hafa ekki látið sitt eftir liggja og gaf Kvenfélagið Freyja, flatskjá og hátalara og Kvenfélagið Eining gaf skjávarpa.
Krakkarnir í félagsmiðstöðinni eru auðvitað afar þakklát sem og sveitarfélagið.
Hér fyrir neðan má sjá gjafirnar frá Freyju og Einingu.