- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í gær, fimmtudaginn 2. febrúar, var gert opinbert hvaða sveitarfélög á landinu eiga kost á styrkjum úr Fjarskiptasjóði til ljósleiðaravæðingar fyrir 2017.
Rangárþing eystra fær 62.750.000 úr sjóðnum og er það hæsti einstaki styrkurinn sem veittur er í ár.
Fjarskiptasjóður úthlutar styrkjum til sveitarfélaga til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli utan markaðssvæða. Í fyrra hlutu 14 sveitarfélög alls 450 milljóna króna styrk til þess að tengja um 1.000 lögheimili og vinnustaði.