- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Frjálsíþróttamótið Gaflarinn var haldið laugardaginn 4. nóvember sl. og tóku 7 stúlkur úr Dímon þátt. Þær stóðu sig allar með miklum ágætum. Birta Sigurborg Úlfarsdóttir hljóp til sigurs í 60m hlaupi 14 ára stúlkna og bætti sinn persónulega árangur. Birta varð svo í öðru sæti í 300 m. hlaupi stúlkna en þar setti hún HSK met og bætti gamla metið um tæpar 2 sek.