- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við húsnæðið að Austurvegi 4 og vinna verktakarnir frá JÁ-verk hörðum höndum að því að koma húsnæðinu í það horf sem stefnt er að. Vegna framkvæmdana hefur þurft að loka versluninni Kjarval tímabundið en vonir standa til að opna aftur nú í vikunni.
Myndir hér fyrir neðan sýnir teikningu af húsnæðinu eins og það mun líta út að loknum framkvæmdum og eins og sjá má verður það hið glæsilegasta og mikil prýði í miðbæ Hvolsvallar. Á Austurvegi 4 munu skrifstofur sveitarfélagsins verða til húsa ásamt skrifstofum byggingarfulltrúa, Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu og fulltrúa SASS. Í verslunarhluta húsnæðisins mun Krónan opna verslun sína.