- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það er mikið um að vera í framkvæmdum á Hvolsvelli þessa dagana. Viðbygging við dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol gengur vel og vonast er til að taka álmuna í notkun á haustmánuðum 2018.
Já-verk sér einnig um framkvæmdirnar á húsnæðinu við Austurveg 4 og eins og flestir hafa tekið eftir er verkið þar stórt og flókið. Áætlað er að breytingar og uppbygging á því húsnæði verði lokið vorið 2018. Þá munu skrifstofur sveitarfélagsins, byggingarfulltrúa, Skólaþjónustu Rangárþings- og Vestur Skaftafellssýslna og fulltrúa SASS flytjast þangað.
Gatnagerð miðar einnig vel og er Gunnarsgerði að taka á sig mynd. Gunnarsgerði er staðsett ofan við Njálsgerðið. Það er Aðalleið ehf. sem sér um jarðvinnuna við nýju götuna.