- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Frá Tónlistarskóla Rangæinga
Þann 17. nóvember voru samstarfstónleikar Tónlistarskóla Rangæinga og Harmóníkufélags Rangæinga- og Selfoss haldnir á Hvolsvelli. Tónleikarnir vöktu mikla lukku og augljóst er að harmóníkan er sívinsæl í okkar sveitum. Nú stunda sjö nemendur nám á harmóníku við skólann hjá Grétari Geirssyni og hefur aðsókn sjaldan verið meiri. Athygli vekur að nemendur eru ungir að árum og áhuginn mikill. Er þessi aukna aðsókn ekki síst afrakstur kynninga og kennslu á harmóníku í forskóla sl. ár.