- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Grænfáninn var afhentur Hvolsskóla við hátíðlega athöfn í dag. Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri setti hátíðina og eftir stutt ávörp frá Ísólfi Gylfa, Hreini Óskarssyni og söng frá kór Hvolsskóla afhenti Katrín Magnúsdóttir frá verkefninu ,,Skóli á grænni grein" nemendunum í umhverfisnefnd Hvolsskóla fánann. Á grænfánanum má sá mynd tré en einnig af bók sem á táknar fortíð og framtíð. Eftir að fánanum hafði verið flaggað fóru nemendur aftur inn í skóla og gæddu sér á ávöxtum og grænmeti.
Til hamingju nemendur og starfsfólk Hvolsskóla.