Föstudaginn 27. apríl hefur umhverfisnefnd Hvolsskóla ákveðið að efna til hreinsunardags á Hvolsvelli í samstarfi við Landvernd og Kötlu-geopark. Við erum búin að skrá skólann til leiks á vef Landverndar og hvetjum alla til að taka þátt með okkur. Við hefjum vinnuna kl. 8:45.
Meðfylgjandi mynd er af nemendum 2. bekkjar sem fengu í dag fjölnotapoka að gjöf frá Krónunni til að nota við ruslatínslu á yngsta stigi. 2. bekkur fór í gær, þriðjudag, og tíndi rusl í öldunni og voru nemendurnir agndofa yfir því magni af rusli sem þau fundu.