- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í dag fékk Hvolsskóli viðurkenningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Varðliðar umhverfisins, fyrir verkefnið Jökulmælingar. Undanfarin haust hefur 7. bekkur farið að Sólheimajökli og mælt hversu mikið hann hafi hopað á árinu. Fyrsti árgangurinn sem tók þátt í þessu verkefni er að ljúka 10. bekk í vor.
Frá fyrstu mælingu að þeirri næstu hopaði jökullinn um 43 metra, það næsta um 39 metra en í haust hafði hann einungis hopað um 8 metra. Mikil ævintýraferð var farin í haust til að mæla en þá fór Björgunarsveitin Dagrenning með hópnum því stórt stöðuvatn hefur myndast framan við jökulinn og þurfti að fara á bát til að merkja næsta GPS punkt.Fulltrúar úr öllum þeim árgöngum sem tekið hafa þátt í mælingunum undanfarin ár fóru ásamt Jóni Stefánssyni verkefnisstjóra Grænfánans hjá Hvolsskóla og Sigurlínu skólastjóra að taka við viðukenningunni. Það er frábært fyrir skólann, bæði þá nemendur og kennara sem tekið hafa þátt í verkefninu að hljóta þessa viðurkenningu og óskar sveitarfélagið Hvolsskóla innilega til hamingju með þennan árangur.
Hér á síðu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins má sjá nánari upplýsingar um þessa viðurkenningu