- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Hvolsskóli bar sigur úr býtum í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Það var Eva María Þrastardóttir sem að las til sigurs en ásamt henni keppti Hákon Kári Einarsson og stóð hann sig með mikilli prýði. Tveir varamenn voru einnig með í för en það voru þau Anna María Bjarnadóttir og Bjarki Rafnsson. Með nemendunum á myndinni er Anna Kristín Guðjónsdóttir kennari en hún hefur umsjón með keppninni í Hvolsskóla.