- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Leikskólinn Örk hélt sitt árlega jólaball í dag, fimmtudaginn 14. desember. Jólaböllin eru reyndar 2, annars vegar börnin á yngstu deildunum tveimur og síðan eldri börnin. Það var dansað í kringum jólatréð og þau Ísólfur Gylfi og Aðalheiður Gunnarsdóttir spiluðu og sungu jólalög. Jólasveinar mættu á staðin með gjafir handa börnunum. Það er foreldrafélag leikskólans sem að gefur gjafirnar sem jólasveinarnir deila út og að þessu sinni fengu börnin vatnsbrúsa.