Karlakór Kjalnesinga kom og heilsaði upp á okkur hér í Rangárþingi eystra sl. laugardag og hélt opna æfingu í Hvolnum, Hvolsvelli. Æfingarnar voru fjörlegar og stemningin góð. Í lok æfingadagsins var rennt í gegnum efnisskrá kórsins fyrir vorið sem er fjölbreytt og skemmtileg. Það er frábært að kór sem þessi leggi leið sína í sveitarfélagið og gefi heimamönnum tækifæri á að hlusta á fallega og kraftmikla tóna.