- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á þriðjudagsmorgnum, kl. 11, eru haldnir krílamorgnar í Midgard Base Camp á Hvolsvelli. Þar geta foreldrar komið saman með krílin sín, spjallað og notið samverunnar. Stundum er boðið upp á kynningar eða fyrirlestra, hjal.is kom með kynningu en sú netverslun er með höfuðstöðvar á Hellu, og Unnur Lilja, sjúkraþjálfari var í heimsókn sl. þriðjudag með fyrirlestur um hreyfiþroska barna.
Midgard býður upp á kaffi og hægt er að kaupa súpu í hádeginu ef vill.
Frábært tækifæri fyrir foreldra í sýslunni að hittast.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Anna Kristín Guðjónsdóttir tók.