Hinn landsþekkti söngvari og leikari Helgi Björnsson er að fagna 30 ára söngafmæli um þessar mundir, en það eru 30 ár síðan fyrsta hljómplatan kom út með þessum ástsæla söngvara, en það var Grafík - Get ég tekið sjéns sem innihélt m.a. lögin
Mér finnst rigningin góð, 16 og Þúsund sinnum segðu já.
Síðan tók við óslitin sigurganga með Síðan Skein Sól, Reiðmönnum Vindanna og undir eigin nafni.
Helgi ætlar að fagna þessum tímamótum með 30 tónleikum víðsvegar um landið
undir heitinu Kvöldstund með Helga Björns, þar sem Helgi mun rifja upp
ferilinn í tali og tónum, segja frá tilurð laganna, rifja upp einhverjar rokksögur og
taka fram gamlar poppflíkur og nokkur góð dansspor.
Meðreiðarsveinn Helga verður Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín og munu þeir félagar galdra fram tóna úr hinum ýmsu hljóðfærum.
Í kvöld verður Helgi með tónleika í Hvolnum, Hvolsvelli, kl. 20:30