Frítt í strætó alla dagana um allt Suðurland
2 fyrir 1 í Herjólf 29. mars og 5. apríl
Viðburðir í Rangárþingi eystra
Landsbankinn á Hvolsvelli
Föstudagurinn 28. mars kl. 09:00 – 16:00
Opið hús og veitingar fyrir gesti og gangandi. Valið tónlistaratriði kl. 15:00.
Allir krakkar fá gjöf frá bankanum.
Gestastofan Þorvaldseyri
28. mars – 6. apríl, kl. 11:00 – 17:00
Í Gestastofunni geta menn fræðst um eldgosið í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess. Verð kr. 500 á mann, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Jeppaferð á Eyjafjallajökul
Hamragarðar, 28. mars – 6. apríl kl. 10:00
Jeppaferð upp að toppgíg Eyjafjallajökuls þar sem útsýnið yfir Vestmannaeyjar og sveitina er stórbrotið. Keyrt er frá Hamragörðum og tekur ferðin ca. 4-5 klst. Verð kr. 15.900. – pr. mann
Sögusetrið á Hvolsvelli
Fyrirlestrar um Njálu 30. mars og 6. apríl, kl. 17:00 – 18:00
30. mars, kl. 17:00 – 18:00
„Þessa heims og annars“ – Yfirskilvitleg öfl í Brennu-Njáls sögu eða: Hvað sá Hildiglúmur
Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum, fjallar um sagnfræði og handanheiminn í skynjun 13. aldar manna.
6. apríl, kl. 17:00 – 18:00
Sagan sett á svið. Njála og erlendir leikritahöfundar
Jón Karl Helgason, prófessor í íslenskum bókmenntum, fjallar um erlend leikskáld sem sótt hafa efni og innblástur í Njálu þar sem útkoman er víða bæði óvenjuleg og ögrandi.
Héraðsbókasafn Rangæinga á Hvolsvelli
31. mars – 4. apríl, á opnunartíma safnsins.
Sýning um ævi og starf Guðrúnar frá Lundi.
Guðrún frá Lundi er höfundur mánaðarins hjá Bókmennta- og kjötsúpufélagi Rangárþings eystra.
Af því tilefni verður sýning tileinkuð Guðrúnu á bókasafninu þar sem hægt verður að kynna sér verk hennar og æviþætti.
Kyrrðarbæn í Stórólfshvolskirkju
Þriðjudaginn 1. apríl kl. 18:00 – 19:00
Kyrrðar bæn / Centering prayer er einstök og persónubundin leið sem býr okkur undir það að vera opin gagnvart Guði. Henni er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir önnur form bæna, heldur má segja að Centering prayer auki dýpt þeirra.
Kyrrðarbæn iðkuð undir stjórn Margrétar Guðjónsdóttur.
http://kristinihugun.is/
Blómagarðurinn, garður áhugamannsins
Fimmtudaginn 3. apríl, kl. 20:00 í Hvolsskóla, Hvolsvelli
Kristleifur Guðbjörnsson flytur leyndardómsfullt erindi sem hann nefnir „Blómagarðurinn, garður áhugamannsins.“ Í erindinu fjallar Kristleifur um rósir, lauka, liljur, dalíur og ýmsar fjölærar plöntur, allt tegundir sem dafna vel á Íslandi.
Íþróttamiðstöðin Hvolsvelli
Laugardaginn 5. apríl, kl. 10:00 – 17:00
Frítt í sund og líkamsrækt
Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum
5. – 6. apríl, kl. 11:00 – 17:00
Opið bú á Þorvaldseyri þar sem hægt verður að fræðast um starfsemi Eyrarbúsins e.h.f.
Njálurefillinn frumsýndur í Sögusetrinu á Hvolsvelli
5. – 6. apríl, kl. 10:00 – 17:00
Í Sögusetrinu á Hvolsvelli verður frumsýning á því sem nú þegar er búið að sauma í Njálurefilinn. Aðeins í þetta eina skipti þangað til búið verður að sauma alla 90 metrana. Ómetanlegt tækifæri fyrir alla áhugasama um söguna og handverkið að koma og sjá útkomuna. Sjá nánar, www.njalurefill.is
Herjólfur til Eyja – 2 fyrir 1
Landeyjahöfn, 29. mars og 5. apríl, samkvæmt áætlun.
2 fyrir 1 á siglingu milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar laugardagana 29. mars og 5. apríl. Siglt er samkvæmt áætlun sem hægt er að nálgast á www.herjolfur.is.
Sjá alla viðburði Leyndardóma Suðurlands á www.sudurland.is