- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Jón R. Kristjánsson framkvæmdastjóri Mílu og Anton Kári Halldórsson sveitastjóri Rangárþings Eystra undirrituðu samninginn.
Gert er ráð fyrir að þær fyrstu af þeim 240 tengingum sem nú bætast við verði tilbúnar á næstu vikum. Með tilkomu ljósleiðarans fá notendur á svæðinu möguleika á 100 Mb/s internethraða í báðar áttir. Þá er bandbreiddin það mikil að það hefur engin áhrif á gæði sambandsins þó allt sé í gangi í einu; margar sjónvarpsrásir, Netflix, hlustað á tónlist, vafrað á netinu eða unnið í fjarvinnu yfir netið. Bandbreiddin er meira en nóg til að svara öllum þörfum nútímaheimila fyrir internethraða auk þess sem auðvelt verður að auka hraða tenginga síðar.
Ljósleiðarakerfð í Rangárþingi Eystra var lagt með stuðningi verkefnis ríkisins, Ísland ljóstengt, sem veitir sveitafélögum styrk til lagningar ljósleiðara í dreifbýli. Míla hefur mikla og góða reynslu í uppbyggingu og rekstri fjarskiptainnviða. Fyrirtækið á og rekur ljósleiðaratengingar um allt land sem þjóna heimilum og fyrirtækjum, auk tenginga milli fjarskiptastaða. Með þessum samningi verður hið nýja ljósleiðarakerfi í Rangárþingi Eystra að fullu í eigu og rekstri Mílu og nýtur þeirrar þjónustu sem fyrirtækið hefur að bjóða. Öll fjarskiptafyrirtæki sem bjóða fjarskiptaþjónustu til einstaklinga hafa jafnan aðgang að ljósleiðara Mílu til að veita sína þjónustu.