- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í janúar sl. skrifuðu Vegamálastjóri og fulltrúar frá pólsku skipasmíðastöðinni, Crist S.A. undir samning um smíði nýrrar Vestmannaeyjarferju en ferjuna á að afhenda sumarið 2018. Nýja ferjan mun rista grynnra en gamli Herjólfur og þannig geta siglt oftar í Landeyjahöfn.
Meginmarkmiðin með nýrri Vestmannaeyjaferju er að bæta samgöngur milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar, einkum við erfið vetrarskilyrði.
Sveitarstjórn og íbúar Rangárþings eystra fagna komu nýrrar ferju sem eflir áfram góð samskipti milli lands og eyja.
Upplýsingarnar eru fengnar úr Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.