- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þann 4. október n. k. kl. 16:00 til 17:00 verður opnunarhátíð Listar í héraði í Gallerý Ormi, Sögusetrinu á Hvolsvelli og eru allir velkomnir.
List í héraði er myndlistarsýning þar sem 10 einstaklingar úr Rangárþingi, sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af því að mála, koma saman og sýna verk sín.
List í héraði er styrkt af Menningarráði Suðurlands.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af hópnum sem sýnir afrakstur sinn.