Það er góð tíð fyrir bingó unnendur þessa páska því boðið er upp á þrenn páskabingó í sveitarfélaginu. 

Í kvöld, miðvikudaginn 5. apríl, er það fyrsta en þá verður Frjálsíþróttadeild Dímonar með páskabingó í Gunnarshólma sem hefst kl. 20:15.

Þriðjudaginn 11. apríl ætla kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Einingu að vera með bingó í Hvolnum á Hvolsvelli og byrjar bingóið kl. 17:00.

Miðvikudaginn 12. apríl er svo komið að Kvenfélaginu Eygló en þær ætla að vera með bingó á Heimalandi sem hefst kl. 20:30.

 

Hægt er að vinna til veglegra páskavinninga á öllum bingóum og því ekki til setunnar boðið en að reyna á lukkuna.