- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Frá og með áramótum verða t.d. engir plastpokar keyptir inn eða notaðir nema í eldhúsi, á öðrum stöðum s.s. ruslatunnum á deildum verður hætt með poka eða maíspokar notaðir þegar þörf er á. Í fataklefum verða blaut og skítug föt ekki lengur sett í poka en í staðinn munum við hvetja foreldra til að vera með margnota taupoka í hólfum barnanna undir fötin. Að því tilefni höfum við m.a. ákveðið að sauma sjálfar poka sem foreldrar geta keypt til þessa hafi þeir áhuga á og vantar poka. Þriðjudaginn 25. nóvember verðum við síðan með jólabasar og kaffisölu í Hvolnum frá 15-18 og þar gefst áhugasömum tækifæri til að næla sér í slíka poka eða leggja inn pantanir fyrir þeim.