Laugardaginn 4. mars fór fram í Laugardalshöllinni hönnunarkeppni „Stíll“ sem er árleg Samfés hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Yfir 40 félagsmiðstöðvar tóku þátt og var umgjörðin í kringum keppnina hin glæsilegasta
 
Þær Guðný Ósk Þorsteinsdóttir, Monika Pétursdóttir og Oddný Benónýsdóttir unnu til tveggja verðalauna fyrir hárgreiðslu og fantasíuförðun. Það var mat dómara að hönnunin sýndi frumlega hugsun og var skapandi, hún vakti jákvæða athygli og hvatning til listsköpunar unglinga. 

Við óskum stelpunum til hamingju með verðlaunin. Áfram Tvisturinn
 
Með kveðju frá félagsmiðstöðinni Tvistinum.