Upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin í Sögusetrinu í gær, miðvikudaginn 15. mars. Nemendur stóðu sig mjög vel en þeir fluttu bæði brot úr sögu og svo ljóð að eigin vali. Dómarar voru Halldór Óskarsson, Elísa Elíasdóttir og Ólafur Örn Oddsson. Það kom í þeirra hlut að velja tvo aðallesara sem taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem verður haldin í Vestmannaeyjum í lok mars.
Aðallesarar eru Eva María Þrastardóttir og Hákon Kári Einarsson. Varamenn eru Anna María Bjarnadóttir og Bjarki Rafnsson.
Það er Anna Kristín Guðjónsdóttir sem hefur veg og vanda af keppninni í Hvolsskóla.
Meðfylgjandi er mynd af aðal- og varalesurum og svo öllum hópnum sem tók þátt en fleiri myndir má finna hér.