- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þann 5. júní sl. var úthlutað styrkjum úr Styrktarsjóði EBÍ fyrir árið 2014. Sveitarfélagið Rangárþing eystra fékk 300.000 kr. til að vinna að minnismerki og skiltum vegna sjósóknar í Landeyjum.
Þann 13. mars sl. var haldinn fundur á vegum Búnaðarfélags A-Landeyja, Kvenfélagsins Freyju og Ungmennafélagsins Dagsbrúnar þar sem ræddar voru hugmyndir og mögulegar leiðir til að minnast þeirrar miklu sjósóknar sem stunduð var frá Landeyjunum. Mikill áhugi var á þessu verkefni og gefur þessi styrkur því góðan byr.
Nánari upplýsingar má finna á síðunni brunabot.is