- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sumardagurinn fyrsti er á morgun, fimmtudaginn 21. apríl, og verður mikið um að vera í sveitarfélaginu. Íbúar ættu því að geta fagnað sumri á ýmsan hátt.
Kl. 11 - 13 Við Íþróttahúsið : Fjör og sprell fyrir alla aldurshópa í boði sveitarfélagsins og þriggja nemenda úr tómstunda- og félagsmálafræði í HÍ. Leikir, grill og frítt í sund.
Kl. 13:00 Hópreið Hvolhreppsdeildar Geysis: Frá Hesthúsahverfinu, að Kirkjuhvoli og svo niður að reiðhöllinni Skeiðvangi.
Kl. 14:00 Reiðhöllin Skeiðvangur: Firmakeppni Hvolhreppsdeildar Geysis
Kl. 13 - 17 Hvollinn, Hvolsvelli: Hestakaffi og Flóamarkaður í umsjón Kvenfélagsins Einingar
Frá kl. 11 Kjarval: Barnakór Hvolsskóla með kökubasar til styrktar tónleikaferð kórsins til Danmerkur