- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þrettándabrennurnar voru tvær í sveitarfélaginu þetta árið eins og undanfarin ár.
Við Skógafoss var brenna á þrettándanum, 6. janúar. Það var Ungmennafélagið Trausti sem stóð að brennunni en ungmennafélögin undir Eyjafjöllum skiptast á um að halda þrettándabrennu. Það var heldur vindasamt en nokkur hópur fólks mætti og naut brennunnar og flugeldasýningar sem Björgunarsveitin Dagrenning sá um. Eftir brennu var svo boðið upp á kaffisopa í Fossbúð.
Laugardaginn 7. janúar var svo haldin brenna við Goðaland í Fljótshlíð. Í Fljótshlíðinni hefur skapast löng hefð fyrir Álfadansi á þrettándanum og var mætingin virkilega góð í ár. Eins og áður voru allir hvattir til að mæta í búningum og mátti sjá hinar ýmsu furðuverur í næturhúminu. Það er Ungmennafélagið Þórsmörk sem heldur þessa brennu og eins og við Skógafoss sá Dagrenning um flugeldasýningu. Eftir brennu var svo haldið inn og fengið sér heitt kakó.
Myndirnar hér fyrir neðan tóku þeir nafnar Þorsteinn Valsson og Þorsteinn Jónsson.