- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Umhverfisverðlaunin 2016 voru veitt á Kjötsúpuhátíðinni sl. helgi. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum og er það umhverfis- og náttúruverndarnefnd Rangárþings eystra sem hefur umsjón með að velja milli þeirra er tilnefnd eru. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, veitti umhverfisverðlaunin.
Verðlaunahafar í ár eru:
Snyrtilegasta býlið:
Stóra Hildisey 1 - Pétur Guðmundsson og Izabela Barbara Pawlus
Snyrtilegasti garðurinn:
Króktún 2 - Hjálmar Ólafsson og Vigdís Guðjónsdóttir
Snyrtilegasta fyrirtækið:
Spói Gistihús - Ágúst Kristjánsson og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir
Verðlaunahöfum er óskað innilega til hamingju með viðurkenninguna.