Það verður fjör í Hvolnum föstudaginn 20. desember því þá verður ungmennajólaball. Ballið er fyrir ungmenni sem eru fædd 1996-2000. Búast má við miklu stuði þar sem Stuðlabandið mun leika fyrir dansi. Einnig verður aðgöngumiðahappadrætti og með glæsilegum vinningum. Ballið hefst kl: 20:00 og því lýkur kl: 23:00. Miðaverð er aðeins 1000 krónur og innifalið í því er happdrættismiði. Meistaraflokkur KFR sér um ballið í samstarfi við félagsmiðstöðina á Hvolsvelli.