Ungmennafélag Íslands stendur nú í fjórða sinn fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Valaskjálf Egilsstöðum dagana 20.-22.mars næst komandi. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni verður þátttaka ungs fólk í skipulagsmálum sveitafélaga.

 


Fulltrúar í ungmennaráði UMFÍ aðstoða  við undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar.  Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands er gestgjafi ráðstefunnar að þessu sinni og kemur einnig að undirbúning hennar í samstafi við Fljótsdalshérað.

 


Mikil ánægja hefur verið með ráðstefnuna síðustu ár og hafa margir óskað eftir því að UMFÍ haldi áfram að leiða starf ungmenna í landinu.

 

 

Allar nánari upplýsingar er að fá á netfanginu sabina@umfi.is og í síma 5682929.

 

 

Skráningarfrestur er til 13.mars nk.