Á 164. fundi Byggðarráðs Rangárþings eystra var dregið milli umsækjenda um úthlutun á lóðum í Gunnarsgerði.

Margir voru um hituna og áhuginn greinilega mikill á lóðum til bygginga. Um var að ræða, par-, rað- og einbýlishúsalóðir. 

Eftirfarandi var bókað í fundargerð byggðarráðs:

 

Við úthlutun lóða er farið eftir samþykkt um úthlutun lóða í Rangárþingi eystra frá 16. ágúst 2007. Þar sem að fleiri en einn umsækjandi er um flestar lóðirnar, verður því dregið um úthlutun að viðstöddum fulltrúa sýslumanns. Helga Hrönn Karlsdóttir er mætt til fundarins sem fulltrúi sýslumanns. Byggðarráð áréttar að þegar umsækjandi hefur verið dregin og hlotið lóð, mun umsókn hans ekki gilda fyrir aðrar óúthlutaðar lóðir. Fyrir hverja lóð verða dregnir út þrír umsækjendur og eru því tveir til vara, þiggi sá sem hlýtur úthlutun ekki lóðina. 

Gunnarsgerði 1a – 1d úthlutað til: Stjörnumót ehf.
Gunnarsgerði 3a – 3c úthlutað til: Einhyrningur ehf.
Gunnarsgerði 4a – 4c úthlutað til: Jón Páll Sveinsson.
Gunnarsgerði 5a – 5b úthlutað til: Kristín Heimisdóttir.
Gunnarsgerði 6a – 6b úthlutað til: Páll Jóhannsson.
Gunnarsgerði 7a – 7b úthlutað til: Hvítmaga ehf.
Gunnarsgerði 8 úthlutað til: Enginn umsækjandi.
Gunnarsgerði 9 úthlutað til: Unnur Brá Konráðsdóttir.
Gunnarsgerði 10 úthlutað til: Þórir Guðjónsson.

Byggðarráð samþykkir ofantaldar lóðaúthlutanir.