- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Eins og undanfarin ár hefur Ljósmyndaklúbburinn 860+ sett upp útiljósmyndasýningu á miðbæjartúninu. Sýningin var formlega opnuð á hátíðarhöldunum 17. júní sl. og var það Tryggvi Ingólfsson, einn af sýnendum í ár, sem hélt smá tölu fyrir hönd ljósmyndaranna.
Sem fyrr er sýningin glæsileg og við hér í sveitarfélaginu getum verið stolt af þessu listafólki sem býr hér eða á rætur sínar að rekja í sveitarfélagið. Útisýningin setur alltaf mikinn svip á miðbæjarsvæðið og hvetjum við alla til að leggja leið sína niður á miðbæjartún og skoða sýninguna.
Sýningin verður uppi í allt sumar.