- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Miðvikudagskvöldið 21. mar, voru haldnir síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Bach í þremur kirkjum. Tónleikarnir voru haldnir í Oddakirkju, Krosskirkju og nú síðast í Hlíðarendakirkju. Tónleikaröðin var skipulögð af fiðluleikaranum Rut Ingólfsdóttur og fékk hún til liðs við sig kirkjukóra Breiðabólsprestakalls og Odda- og Þykkvabæjarkirkna en þau Kristín Sigfúsdóttir og Guðjón Halldór Óskarsson stjórna kórunum. Einnig sungu einsöngvararnir Sigríður Aðalsteinsdóttir, Aðalheiður M. Gunnarsdóttir og Bjarni Guðmundsson á tónleikunum.
Tónleikarnir tókust einstaklega vel og er öllum listamönnunum færðar góðar þakkir fyrir. Rut Ingólfsdóttir fær sérstakar þakkir fyrir elju sína við undirbúninginn og fyrir að halda utan um þessa tónleikaröð.