Hvað er húsnæðisáætlun? Megin markmiðið með gerð húsnæðisáætlunar er að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimila í sveitarfélaginu. Í húsnæðisáætlun er dregin fram mynd af því hver staða húsnæðismála í sveitarfélaginu er í dag, framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum er greint og áætlun sett fram um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma.

Hvers vegna að taka þátt? Það vita fáir betur en íbúarnir hvernig þau vilja og hentar að búa, hvers lags húsnæði skortir og hvað mætti betur fara í tilteknu samfélagi. Það felst mikill styrkur í því að íbúar taki þátt í og stýri skipulagi síns nánasta umhverfis. Því meira vald sem fólkið hefur, því blómlegra samfélag.

Hvernig tek ég þátt? Með samtali við ritara áætlunarinnar. Samtalið getur átt sér stað við ýmsar aðstæður, t.d. yfir kaffibolla í heimahúsum, á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, í sundi, við mokstur, í síma, í gegnum tölvupóst eða á þann hátt sem hentar þér best. Miðað er við að ljúka húsnæðisáætluninni í lok sumars og verður hún kynnt á íbúafundi í ágúst 2018.

 

f.h. skipulags- og byggingarfulltrúa

Elínborg Harpa Önundardóttir Sími: 845-9347 Tölvupóstur: elinborgharpa@hvolsvollur.is

Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli