- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Unglingar sem fæddir eru 2002 - 2005 og hafa áhuga á því að starfa hjá vinnuskóla Rangárþings eystra í sumar er bent á að senda inn umsóknir fyrir 31. maí n.k. Vinnuskólinn verður starfræktur frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga frá 1. júní til 31. júlí. Unglingar fæddir 2005 geta fengið vinnu frá kl. 9:00 - 12:00 eða kl. 13:00 - 16:00. Umsóknareyðublöð er að finna á skrifstofu eða heimasíðu Rangárþings eystra en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu sveitafélagsins í síma 488-4200, þar sem tekið verður við umsóknum í síma. Mæting alla morgna verður í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar.
Starfsfundur með starfsmönnum vinnuskólans og foreldrum þeirra verður í félagsmiðstöðinni 30. maí kl: 18:00. Þar verður farið yfir starfið, skyldur og réttindi ungmennanna. Æskilegt er að allir mæti.
Ólafur Örn Oddsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra.