- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Haldið var upp á 70 ára vígsluafmæli Voðmúlastaðakapellu í gær með hátíðarguðþjónustu. Séra Önundur Björnsson, sóknarprestur, leiddi athöfnina og séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, predikaði. Haraldur Júlíusson stjórnaði kirkjukórnum sem söng við guðþjónustuna.
Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir, formaður kapellunefndar, sagði sögu kapellunnar en þar kom m.a. fram að á Voðmúlastöðum eru heimildir um kirkju frá því um árið 1200. Árið 1910 var Voðmúlastaðasókn lögð niður og þáverandi kirkja rifin 1912. Það var mikill samhugur í fólki í sveitinni um að kirkja þyrfti að vera á Voðmúlastöðum og sumarið 1945 hófu þeir að byggja kapellu þar sem kirkjan stóð áður. Kapellan var byggð fyrir gjafafé og vinnan gefin. Aðeins einn hlutur er í kapellunni sem var í Voðmúlastaðakirkju og það er kirkjuklukkan. Voðmúlastaðakapella var formlega vígð 3. ágúst 1945.
Myndirnar hér tók Hlynur Theodórsson.