1. fundur Fræðslunefndar Rangárþings eystra haldinn í sal Hvolsskóla Hvolsvelli, fimmtudaginn 23. september 2010 Kl. 16:00


Mætt voru: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Guðmunda Þorsteinsdóttir, Oddný Steina Valsdóttir, Lárus Bragason, Esther Sigurpálsdóttir, Heiða Scheving leikskólastjóri Arkar, Ingibjörg Sæmundsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskólans, Christine L. Bahner fulltrúi foreldra barna í leikskólanum Örk, Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri Hvolsskóla, Pálína Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks skólans, Anna Kristín Helgadóttir fulltrúi foreldra barna í Hvolsskóla og Guðbjörg Júlídóttir kynning - Uppeldi til ábyrgðar og Bright Start.


Fundargerð ritaði Oddný Steina Valsdóttir

Þetta gerðist:

1. Kosning formanns nefndarinnar, lagt var til að Guðlaug Ósk Svansdóttir yrði kosinn formaður fræðslunenfndar Rangárþing eystra, samþykkt samhljóða. Guðlaug Ósk Svansdóttir tók við stjórn fundarins og þakkaði fyrir traustið til að vinna að einum mikilvægasta málaflokk sveitarfélagsins. Lagt var til að Guðmunda Þorsteinsdóttir yrði kosinn varaformaður nefndarinnar, samþykkt samhljóða. Lagt er til að Oddný Steina Valsdóttir verði ritara nefndarinnar, samþykkt samhljóða.

2. Skólastjóri Hvolsskóla Sigurlín Sveinbjarnardóttir sýndi fundamönnum skólann og kynnti breytt fyrirkomulag stiganna. En yngsta stig 1.-4. bekkur er núna í austasta hluta og jafnframt nýjast hluta skólans. Miðstig 5.-7. bekkur er á sama stað og undanfarin ár en elsta stig 8.-10. bekkur er í vestasta hluta skólans. Þar hafa nemendur fengið góða aðstöðu í gömlu kaffistofu kennara en þar er nú setustofa elsta stigs og veitingasala 10. bekkjar. 

3. Guðbjörg Júlídóttir kynnti Uppeldi til ábyrgðar. Rætt hvort að skólinn haldi kynningu á aðferðinni fyrir starfsfólk skólans og foreldra. 


4. Birna Sigurðardóttir forfallaðist og í hennar stað kynnti Guðbjörg Júlídóttir Bright Start.
Nokkur umræða spannst um þessa kennsluaðferð. Áhersla lögð á að kynna Bright Start betur fyrir foreldrum.

5. Drög að erindisbréfi fræðslunefndar Rangárþing eystra kynnt. Umræður. Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþing eystra samþykki erindisbréf Fræðslunefndar. 


6. Sigurlín Sveinbjarnardóttir fór yfir skólanámskrá skólans fyrir starfsárið 2010-2011

7. Starfsmannamál og önnur mál skólans. Vantar kennara á miðstig. Búið að auglýsa tvisvar. 

8. Skólaakstur og samfellan, mikil áhersla lögð á skipuleggja vel skólaakstur nemenda án þess að auka útgjöld vegna þess. Mikil áhersla er lögð á að halda vel utan um nemendur sem eru í samfellunni og skráning barna á milli starfstöðva hefur aukið öryggi þeirra á skóla- og samfellutíma. Umræða um að nemendur á miðstigi og elsta stigi geti keypt síðdegishressingu í skólanum.

9. Heiða Scheving Leikskólastjóri fór yfir ársskýrslu og starfsáætlun leikskólans og kynnti starfsárið 2010-2011. Umræður um skýrsluna og starf leikskólans.

10. Starfsmannamál og önnur mál leikskólans. Fyrirséð að vanti einn starfsmann í leikskólann. Fara á yfir mötuneytismál, kanna kostnað við að elda matinn inn á leikskólanum samanborið að kaupa hann af SS. Öryggiskerfi og lagfæringar á skólanum.

11. Önnur mál. Kominn svifryksmælir á Hvolsvöll, sem umhverfisstofnun kostar. Stefnt á fundi einu sinni í mánuði. Guðlaug leggur til að fundir verði einnig boðaðir rafrænt. Það hefur komið fram hugmynd um skólahreystibraut, útibraut.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:22


Guðlaug Ósk Svansdóttir 

Guðmunda Þorsteinsdóttir
Esther Sigurpálsdóttir

Oddný Steina Valsdóttir
Lárus Bragason 

Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Heiða Scheving

Ingibjörg Sæmundsdóttir
Christine L.Bahner 

Anna Kristín Helgadóttir
Pálína Jónsdóttir